Segir Actavis ekki í söluferli

Reuters segir Actavis til sölu.
Reuters segir Actavis til sölu. mbl.is/

„Ég hef ekki stórar áhyggjur af vangaveltum Reuters um að virði eigna eigenda í Actavis sé lítið sem ekkert," segir Sigurgeir Guðlaugsson hjá Novator, stærsta eiganda lyfjarisans Actavis. Reuters fréttastofan greindi frá því fyrr í dag að Actavis væri á leið i söluferli og að ólíklegt væri að meira fengist fyrir félagið en sem næmi skuldum félagsins við Deutsche Bank, en þær eru sagðar vera 669 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.

Segir Deutshe Bank ekki þrýsta á sölu

Sigurgeir segir það rangt að Actavis sé komið í söluferli og hafnar því að Deutsche Bank sé að þrýsta á sölu félagsins. „Því fer fjarri að það sé einhverskonar þrýstingur frá Deutsche Bank um að setja Actavis í einhverskonar formlegt söluferli. Það var gengið frá langtímafjármögnun fyrir félagið við yfirtöku þess á sínum tíma og sú fjármögnun er nákvæmlega í þeim farvegi sem hún á að vera. Actavis hefur staðið við allar sínar skuldbindingar hingað til og mun gera það áfram. Það er hvorki þrýstingur né nokkurskonar panik-ástand hjá bankanum varðandi Actavis."

Engin leið valin umfram aðrar

Í haust réð Novator bandaríska fjárfestingabankann Merill Lynch til þess að veita sér ráðgjöf varðandi framtíðarmöguleika sína. Fjórar leiðir eru taldar koma til greina: Að yfirtaka annað stórt félag, sameinast öðru stóru félagi, selja Actavis eða skrá það á markað. Sigurgeir segir að tíminn hafi verið nýttur vel frá því að þessi vina hófst. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að fylgja einhverri einni leið og útiloka með því aðrar, og því síður að það sé hafið einhvert formlegt söluferli. En við erum að reyna að vinna þetta hratt, það er ekkert launungarmál. Við finnum fyrir því að það sé mikill áhugi á félaginu og að nú sé ákveðinn tækifærisgluggi. En það er ekki búið að taka ákvörðun um að einblína á eina leið umfram aðrar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK