Olíutunnan komin niður fyrir 39 dali

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað í morgun en von er á afkomutölum frá bandaríska álframleiðandanum Alcoa og örgjörvaframleiðandanum Intel í vikunni. Nemur lækkunin 2,03 dölum á tunnuna í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Er tunnan nú seld á 38,80 dali.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 1,86 dali og er 42,56 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK