„Glöggt er gests augað"

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Líklega er helsti lærdómurinn af bankakreppunni að Íslendingar verði að venja sig við opna og hreinskipta umræðu, og sætta sig við að hið fornkveðna „glöggt er gests augað" á oftar við en okkur líkar vel að heyra. Bankarnir sjálfir vildu ekki umræður af þessu tagi og þeir (eða eigendur þeirra) áttu fjölmiðlana. Stjórnmálamenn, fyrr og nú, hafa viljað hindra umræðu um mál sem þeim líkaði ekki, að því er segir í grein í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál.

„Því miður virðist mega rekja hluta vandans til þess hvergi staðið var að einkavæðingu bankanna árið 2003. Gagnrýni á það hefur of lengi verið sópað undir teppið. Kostir við einkavæðingu almennt liðu fyrir það að í stað þess að tryggja dreifða eignaraðild var ákveðnum aðilum tryggður forgangur. Fyrir það líður þjóðfélagið um ókomin ár," að því er segir í Vísbendingu.

Segir í greininni að það sé undarlegt, að nú þegar íslenska þjóðarbúið hefur orðið fyrir meira áfalli en nokkru sinni frá fyrri kreppuárum, eru margir sem telja sig hafa séð kreppuna fyrir. 

Seðlabankinn einnig gjaldþrota

„Formaður bankastjórnar Seðlabankans segist hafa tjáð ráðamönnum að engar líkur væri á því að bankarnir lifðu af. Ekki skal efast um að hann hafi sagt þetta, þó að um það hafi enn ekki fundist neinar skjallegar heimildir. Bankinn áttaði sig örugglega á því að staðan var mjög alvarleg.

Í ljósi þessa er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna svo virðist sem ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að búa þjóðarbúið undir væntanlegt hrun.

Seðlabankinn sjálfur keypti 75% hlut í Glitni og lánaði Kaupþingi háar fjárhæðir. Þessar ákvarðanir virðast hafa verið teknar í skyndingu. Hann átti einnig mikið af skuldabréfum sem gefin voru út af bönkunum. Þau eru nú verðlaus og Seðlabankinn því einnig gjaldþrota," að því er segir í grein Vísbendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK