Kalífornía á barmi gjaldþrots

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kalíforníu.
Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kalíforníu. Reuters

Staðan í fjármálum Kalíforníuríkis er nú orðin svo alvarleg að fjármálaráðherra ríkisins segir að svo geti farið að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar og að vanskil geti hafist strax í næstu viku.

Áætlanir ríkisins gera ráð fyrir því að tekjur verði um 100 milljarðar dala, en útgjöld um 145 milljarðar. Jafnvel þótt öllum starfsmönnum Kalíforníuríkis væri sagt upp dygði það ekki til að brúa bilið. 

Hefur ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger ákveðið að loka öllum opinberum skrifstofum tvo föstudaga í mánuði og á það að draga úr launakostnaði um 10%. Ljóst má hins vegar vera að meira þurfi til að láta enda ná saman.

Vanda ríkisins má m.a. rekja til þess að Kalífornía hefur reitt sig á að geta tekið lán til að standa við greiðslur af eldri lánum, en við núverandi aðstæður eru fáir reiðubúnir að lána ríkinu fé. Skuldatryggingarálag á skuldabréf Kalíforníu hefur náð nýjum hæðum og segir Schwarzenegger sjálfur að fjármálamarkaðir hafi enga trú á ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK