Ný stjórn Tals kosin

Skrifstofur Teymis.
Skrifstofur Teymis. mbl.is/Árni Sæberg

Ný stjórn símafélagsins  IP fjarskipta ehf. eða Tals, var kjörin á hluthafafundi í dag. Tóku tveir menn, sem skipaðir voru af Samkeppniseftirlitinu, sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis. Samkeppniseftirlitið krafðist þess að fulltrúar Teymis viku úr stjórninni. 

Í nýrri stjórn eru Hermann Jónasson, Hilmar Ragnarsson, Jóhann Óli Guðmundsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson. Hilmar og Þórhallur eru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu og koma í stað Þórdísar J. Sigurðardóttur
og Ólafs Þórs Jóhannesson, sem voru  fulltrúar Teymis.

Samkeppniseftirlitið krafðist þess með bráðabirgðaákvörðun að þau Hilmar og Þórdís færu úr stjórninni fyrir 30. janúar þar sennilegt væri að fulltrúar Teymis hefðu beitt sér gegn samkeppnislegu sjálfstæði Tals. Með annarri bráðabirgðaákvörðun í byrjun þessarar viku ákvað Samkeppniseftirlitið að leggja dagsektir á Teymi þar sem félagið hafði ekki orðið við þeirri kröfu að skipta um stjórnarmenn í Tali.

Í tilkynningu frá Teymi segir, að þar sem fulltrúar félagsins hafi vikið úr stjórn IP fjarskipta teljist Teymi ekki lengur hafa yfirráð yfir félaginu í skilningi reikningsskilastaðla og verði félagið því ekki tekið með í samstæðuuppgjör Teymis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK