Íhuga rannsókn á bankahruni

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar íhugar að hefja lögreglurannsókn vegna hruns íslensku bankanna, Landsbankans og Kaupþings. Tilkynnti lögreglan þetta í gær í tengslum við rannsókn sem hafin hefur verið á starfsemi bandaríska tryggingarisans AIG, sem fór á hausinn um svipað leyti og bankarnir.

Efnahagsbrotadeildin (The Serious Fraud Office, SFO) hefur enn ekki ákveðið að hefja rannsókn á hruni íslensku bankanna, sem gerði að verkum að þúsundir breskra sparifjáreigenda urðu fyrir fjárhagslegum skaða, eins og segir í frétt TimesOnline fréttavefjarins. Þar kemur einnig fram að stjórnmálamenn hafi þrýst á að lögregluyfirvöld hefji slíka rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK