Sneri við niðurstöðu frá ríkislögreglustjóra

Sala þriggja fulltrúa í SPRON sumarið 2007 á stofnfjárhlutum í sjóðnum hefur dregið dilk á eftir sér.

Frá því upplýst var um söluna í þinghaldi í máli Saga Capital fjárfestingarbanka gegn Insolidum ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur hrl. og Ólafs Ágústs Ólafssonar sonar hennar, hefur harðlega verið deilt á söluna af hálfu stofnfjáreigenda og ekki síður Samtaka fjárfesta, með Vilhjálm Bjarnason, aðjúnkt og framkvæmdastjóra, sem helsta talsmann. Ekki var skýrt frá því opinberlega að stjórnarmennirnir hefðu „fóðrað stofnfjármarkaðinn“ eins og það var orðað í þinghaldi.

Eftir að Jóhannes Karl Sveinsson hrl. greindi frá sölunni í varnarræðu í héraðsdómi hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Stjórnarmenn sem seldu stofnfjárhluti í SPRON sumarið 2007 voru Hildur Petersen, sem var formaður stjórnar, Ásgeir Baldurs og Gunnar Þór Gíslason. Stjórnin sjálf hafði frumkvæði að því að upplýsa um söluna eftir að ljóst var að félag Gunnars Þórs, Sundagarðar hf., hafði selt hluti fyrir 188 milljónir að nafnvirði. Hildur og Ásgeir seldu fyrir umtalsvert minna en í heild seldu stjórnarmenn hluti fyrir 196 milljónir að nafnvirði. Að raunvirði var um að ræða tvo til þrjá milljarða króna.

Stofnfjáreigendur, þar á meðal Vilhjálmur fyrir hönd smærri fjárfesta og Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, kærðu sölu stjórnarmanna til ríkislögreglustjóra. Hinn 18. desember komst saksóknari efnahagsbrota, Helgi Magnús Gunnarsson, að því að ekki væri tilefni til rannsóknar á meintum innherjasvikum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur ríkissaksóknari nú falið efnahagsbrotadeildinni að rannsaka hvort sala stjórnarmannanna kunni að fela í sér fjársvik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK