Hótelkeðja Tchenguiz í vandræðum

Robert Tchenguiz.
Robert Tchenguiz.

Breska hótelkeðjan Menzies á í verulegum fjárhagsvandræðum og hefur nú hafið víðtækar samningaviðræður við lánardrottna um endurfjármögnum lána. Félag í eigu kaupsýslumannsins Roberts Tchenguiz keypti hótelkeðjuna í lok ársins 2006.

Breska blaðið Sunday Times fjallar um þetta og segir að þetta sé enn eitt áfallið fyrir Tchenguiz, en viðskiptaveldi hans riðar til falls vegna fjármálakreppunnar.  Tchenguiz var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings og fékk háar fjárhæðir að láni hjá bankanum. Hann á einnig sæti í stjórn Exista. 

Fjárfestingarfélagið R20, sem er í eigu Tchenguiz, keypti Menzies árið 2006 fyrir 180 milljónir punda. Bankinn HBOS fjármagnaði kaupin og segir Sunday Times að bankinn krefjist þess nú, að Menzies leggi á næstu vikum fram nýja viðskipta- og fjármögnunaráætlun. Hugsanlega verði gerð krafa um að R20 leggi fram 5 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK