Keppast um Iceland keðjuna

Höfuðstöðvar Baugs á Íslandi
Höfuðstöðvar Baugs á Íslandi Árni Sæberg

Fjárfestingabankar keppast nú um að kaupa hlut íslenska ríkisins í bresku matvörukeðjunni Iceland, samkvæmt frétt á vef Times. Þar kemur fram að skilanefnd Landsbankans, sem tók yfir 14% hlut í keðjunni, þegar Baugur fór í greiðslustöðvun, hafi rætt við nokkra fjárfestingabanka um möguleika á að selja hlutinn.

Nefnir Times banka eins og JPMorgan og NM Rotshchild sem mögulega kaupendur. Er talið að verðmat á hlutnum verði kynnt í næstu viku með lánadrottnum. Þangað til muni bankinn ekki taka lokaákvörðun um hvort hlutir Baugs í hinum ýmsu fyrirtækjum verður seldur.

Talsmaður Landsbankans sagði í samtali við Times að engin ákvörðun hafi verið tekin um að selja hlutinn í Iceland Food Group. Hins vegar heldur heimildamaður Times sem þekkir vel til mála að bankinn ætli sér að selja hlutinn sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK