Dregur úr fjármagnsflæði

Jean-Claude Trichet.
Jean-Claude Trichet. Reuters

Bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, sagði fyrr í dag að flæði fjármagns til evrusvæðisins hefði minnkað undanfarnar vikur.

Hefði eftirspurn eftir fjármagni minnkað og lánastofnanir væru tregari til að veita lán. Á ráðstefnu í Berlín sagði hann að undanfarna átján mánuði hefði fjármagnsjöfnuður evrusvæðisins við útlönd verið jákvæður, þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Undanfarnar vikur hefðu komið fram merki um að þetta væri að breytast.

Sagði hann að evrópsk fyrirtæki væru að fresta fjárfestingum og skýrði það samdrátt í eftirspurn eftir fjármagni. Hann sagði hins vegar að fylgjast þyrfti náið með útlánum og sagði hann að yrði útlánatregða almenn græfi það undan tilvistarrétti fjármálakerfisins í heild sinni.

Þá mælti Trichet með því að eftirlit með vogunarsjóðum og lánshæfismatsfyrirtækjum yrði aukið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK