Skilur vandamál Íslands

Svein Harald Øygard.
Svein Harald Øygard.

Norskir fjármálasérfræðingar hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir valið á seðlabankastjóra en í morgun var tilkynnt að Svein Harald Øygard hefði verið settur í embættið til bráðabirgða.

„Hann er afar duglegur maður, sem skilur án efa vandamál Íslands betur en margir Íslendingar. Þetta var afar vel valið," hefur norski viðskiptavefurinn E24.no eftir Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðingi First Securities, en hann er sagður þekkja  Øygard vel.

Andreassen segir, að væntanlega sé fyrsta og mikilvægasta verkefni nýs seðlabankastjóra á Íslandi að tryggja að bankakerfi landsins starfi eðlilega.

Seðlabankinn hefur boðað til blaðamannafundar með Øygard klukkan 10:30 í dag.

Øygard hefur undanfarin ár starfað hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. E24 segir, að hann hafi verið vel launaður og fengið 5,2 milljónir norskra króna í skattskyldar tekjur árið 2007. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK