Hagvöxtur var 0,3% í fyrra

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Útflutningur jókst um 7% …
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Útflutningur jókst um 7% á síðasta ári, aðallega vegna aukins útflungings á afurðum stóriðju. Ljósmynd/Hreinn

Landsframleiðslan varð 1465  milljarðar króna á síðasta ári jókst að raungildi um 0,3% frá fyrra ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 5,5% vaxtar á árinu 2007.

Hagstofan segir, að rekja megi vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári  öðru fremur rekja til útflutnings, sem jókst um 7%, og skýrist sú aukning að stórum hluta af mikilli aukningu á útflutningi afurða stóriðju. Á sama tíma dróst innflutningur saman um 18%. Þjóðarútgjöld drógust saman um 9,3%.

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 0,9% að raungildi frá 3. ársfjórðungi til 4. ársfjórðungs 2008 en um 1,5% frá sama tímabili árið 2007.  Þjóðarútgjöld drógust saman um 14% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs þar sem einkaneysla dróst saman um 15% og fjárfesting um tæplega 14%. Samneysla óx hins vegar um 2,4% frá 3. ársfjórðungi 2008 til 4. ársfjórðungs.

Talið er að útflutningur hafi vaxið um 1,5% en innflutningur dregist saman um tæplega 33%. 

Landsframleiðsla árið 2008

Landsframleiðsla á 4 ársfjórðungi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK