Íslandsbanki svarar Baugi

Íslandsbanki gerir athugsemdir við yfirlýsingar forsvarsmanna Baugs Groupí tengslum við beiðni félagsins um framlengingu greiðslustöðvunar og segja rangt að bankarnir hafi í málflutningi fyrir Héraðsdómi að einhverju leyti fjallað um þann sjóð sem stofna átti samkvæmt svokölluðu Project Sunrise verkefni. Sá sjóður kom aldrei til umræðu í Héraðsdómi. Yfirlýsing er svohljóðandi:

„Íslandsbanki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum vegna yfirlýsingar forsvarsmanna Baugs Group í tengslum við beiðni félagsins um framlengingu greiðslustöðvunar.

Fram hefur komið opinberlega að alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers fór yfir tillögur Baugs Group vegna Project Sunrise og mat þær í senn óraunhæfar og óframkvæmanlegar og ekki til hagsbóta fyrir kröfuhafa. Í framhaldi ákvað skilanefnd Landsbankans að óska eftir greiðslustöðvun BG Holding í Bretlandi, en félagið er dótturfélag Baugs Group og fer með eignarhluti í Iceland Foods, Hamley’s, House of Frasier og í öðrum smærri fyrirtækjum.

Það er rangt sem haldið er fram í yfirlýsingu Gunnars Sigurðssonar og Stefáns H. Hilmarssonar að bankarnir hafi í málflutningi fyrir Héraðsdómi að einhverju leyti fjallað um þann sjóð sem stofna átti samkvæmt Project Sunrise verkefninu. Sá sjóður kom aldrei til umræðu í Héraðsdómi. Hið rétta er að lögmenn bankanna bentu á misræmi í upplýsingnum um verðmæti dótturfélaga Baugs Group sem félagið hefur veitt kröfuhöfum.

Á fundi með almennum kröfuhöfum, sem haldinn var 27. febrúar sl., kynnti Baugur Group  efnahagsreikning þar sem eignasafn félagsins var metið mun hærra en efni standa til. Í því sambandi er bent á að verðmætustu félögin í eignasafni Baugs Group hafa ýmist verið sett í skiptameðferð, tekin til gjaldþrotaskipta eða yfirtekin af einstökum kröfuhöfum. Fjárhagsupplýsingar sem kynntar voru kröfuhöfum tóku ekki mið af þessari stöðu. 

Sé það vilji forsvarsmanna Baugs Group að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu og málefni félagsins er þeim í lófa lagið að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að þeim gögnum sem lögð voru fram fyrir Héraðsdómi í gærmorgun. Íslandsbanki mun fyrir sitt leyti ekki standa í vegi fyrir birtingu þeirra gagna né greinargerðum lögmanna.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK