Ákærum fyrir fjársvik fjölgar

Bernard Madoff, sem hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir margra …
Bernard Madoff, sem hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir margra tuga milljarða dollara fjársvikum á umliðnum tveimur áratugum, er líklega einn mesti fjárglæframaðurinn sem komist hefur upp um í Bandaríkjunum. Shannon Stapleton

Saksóknarar víða um Bandaríkin undirbúa í ríkara mæli en áður ákærur á hendur fólki sem er grunað um að hafa stundað fjársvik á hinum ýmsu sviðum Segir í frétt New York Times (NYT) að þrýstingur frá almenningi eigi þarna sinn þátt.

Þeir sem saksóknararnir hafa beint sjónum sínum að eru stjórnendur og starfsmenn fjármálafyrirtækja á hinum ýmsu sviðum, en starfsemi í tengslum við íbúðalán vega þar þungt. Segir í frétt NYT að nú þegar hafi tugir einstaklinga verið ákærðir og ákveðinn fjöldi hafi nú þegar viðurkennt brot sín. Þannig hafi til að mynda í síðustu viku starfsmenn fjármálafyrirtækja í Minnesota, Delaware, Norður Karólínu og Connecticut viðurkennt brot sín, auk þess sem starfsmenn fyrirtækja á Flórída og í Vermont hafi fengið dóma, allt vegna íbúðalána.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ekki tjáð sig sérstaklega um ákærur á hendur þeim sem grunaðir eru um fjársvik í tengslum við fjármálakreppuna í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur verið gefi út að Alríkislögreglan  F.B.I verði styrkt sérstaklega sem og fjármálaeftirlitið, SEC, til að þessar stofnanir verði betur í stakk búnar til að takast á við svonefnda hvítflibbaglæpi. Þá hefur forsetinn lagt ríka áherslu á það í máli sínu, að mikilvægt sé að koma á stöðugleika í fjármálakerfinu að nýju og auka traust á það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK