Innistæður Straums flytjast yfir til Íslandsbanka

mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun skuldbindinga Straums – Burðaráss á Íslandi vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á hér á landi. Innstæður munu flytjast yfir til Íslandsbanka hf. miðað við stöðu og áunna vexti á yfirtökudegi með ákveðnum takmörkunum tilgreindum í ákvörðuninni.

Allir skilmálar umræddra innlána um tímalengd, vaxtakjör, mynt o.þ.h. halda sér óbreytt gagnvart Íslandsbanka hf., að því er fram kemur á vef FME.

Straumur – Burðarás fjárfestingabanki hf. mun gefa út skuldabréf sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar og skulu allar eignir Straums – Burðaráss fjárfestingabanka hf. veðsettar til tryggingar fyrir skuldabréfinu.

Skilanefnd Straums – Burðaráss fjárfestingabanka hf. er falið að hrinda ákvörðun Fjármálaeftirlitsins í framkvæmd. Yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og tryggingarskjala mun fara fram eigi síðar en kl. 9 nk. föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK