SI: Vildu sjá meiri lækkun stýrivaxta

Samtök iðnaðarins
Samtök iðnaðarins

Stjórn Samtaka iðnaðarins lýsir miklum vonbrigðum með að Seðlabanki Íslands skuli ekki ganga miklu lengra í lækkun stýrivaxta en ákveðið var í dag.

„Allar forsendur eru til þess að lækka vexti hraustlega. Verðbólga er á hraðri niðurleið, eftirspurn í hagkerfinu hefur skroppið saman og atvinnuleysi eykst.
Fyrirtækin eru að kikna undir ofurvöxtunum sem hafa hækkað í raun á undanförnum mánuðum í takti við fallandi verðbólgu. Vaxtamunur milli Íslands og samkeppnislandanna er orðinn fáránlega mikill.

Stjórn Samtaka iðnaðarins krefst þess að Seðlabankinn horfi fram á veginn og hefji án frekari tafa hraða vaxtalækkun," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK