Greiðslumiðlun til Seðlabankans

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Greiðslumiðlun Sparisjóðabankans færist yfir til Seðlabankans í kjölfar þess að Sparisjóðabankinn var tekinn yfir. Greiðslumiðlun Seðlabankans er í höndum bandaríska bankans JP Morgan. „Það er að sjálfsögðu æskilegt að hafa fleiri en einn aðila á þessum markaði, eins og öllum mörkuðum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það gefur augaleið að það er hætta á því að þjónustan verði dýrari en ella. Það þarf að láta á það reyna,“ segir Vilhjálmur og vísar til þess að sama lögmál gildi á þessum markaði og öðrum þar sem aðeins einn aðili veitir þjónustu.

Fyrir bankahrunið sinntu stóru bankarnir þrír allir þessu hlutverki. Vilhjálmur segir að setja þurfi í forgang að byggja upp greiðslumiðlun hjá öðrum bönkum sem fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK