Tíu áhugasamir um eignir SPRON

Ljóst verður í vikunni hver gerir tilboð í stærri einingar …
Ljóst verður í vikunni hver gerir tilboð í stærri einingar SPRON.

Að minnsta kosti tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að gera tilboð í stærri eignir og einingar SPRON. Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir verkefnið nú að fara yfir þessi erindi. Síðan setur skilanefndin sig í samband við þessa aðila til að ræða hugsanlegt tilboðsferli.

Hlynur segir nú verið að selja stærri einingar sparisjóðsins, eins og Netbankann,  verðbréfaþjónustuna, útibú og SPRON factoring, sem sérhæfir sig í fjármögnun, innheimtu, færslu viðskiptamannabókhalds, áhættustýringu og greiðslufallstryggingum. Ekki sé verið að selja lausafé eins og innréttingar, húsgögn og þess háttar.

Hlynur segir að hundruð fyrirspurna hafa borist í tölvupósti. Nákvæmur fjöldi þeirra sem koma hugsanlega til með að gera tilboð liggur því ekki endanlega fyrir. Annar tölvupóstur geymir fyrirspurnir um afdrif lausafjármuna. Þetta sé allt saman verið að fara í gegnum og flokka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK