Áfall fyrir orkumarkmið

Gordon Brown og ríkisstjórn hans stefna að stóraukinni notkun endurnýjanlegra …
Gordon Brown og ríkisstjórn hans stefna að stóraukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa. DAVID MOIR

Stefna breskra stjórnvalda um verulega aukningu í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum varð fyrir áfalli í gær. Stærsti fjárfestir á sviði vindorku í Bretlandi til kynnti þá að fyrirtækið hefði ákveðið að draga verulega úr fjárfestingum á þessu sviði.

Bandaríska fyrirtækið Iberdrola Renewables tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að draga úr fjárfestingum í vindorku í Bretlandi um 40% frá því sem áður var áætlað. Samdrátturinn leiðir til þess að fjárfestingar fyrirtækisins verða um 300 milljónum punda lægri en gert var ráð fyrir. Slík fjárfesting í vindorkum hefði skaffað nægjanlegt rafmagn fyrir um 200 þúsund bresk heimili.

Breska ríkisstjórnin hefur gefið það út að hún stefni að því að verða leiðandi í notkun endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum. Er markmiðið að árið 2020 muni endurnýjanlegir orkugjalfar standa unri um 35% af rafmagnsnotkuninni í landinu. Nú er hlutfallið um 5%.

Segir í frétt á fréttavefnum TimesOnline að verulega hafi dregið úr fjárfestingum í vindorku í kjölfar fjármálakreppunnar, og jafnvel megi tala um hrun í þessum efnum. Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á hráolíu, gasi og kolum á þar sinn þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK