Krónan veiktist um 1%

Krónan veiktist um 0,98% í viðskiptum dagsins
Krónan veiktist um 0,98% í viðskiptum dagsins mbl.is/Júlíus

Krónan veiktist um 0,98% í viðskiptum dagsins. Nú sem fyrr eru lítil viðskipti með krónur. Gengisvísitalan endaði í 207,10 stigum.  

Það eru ekki mikil viðskipti á bakvið þessa veikingu, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

Í síðustu viku veiktist krónan nokkuð þegar greiddir voru vextir af einum flokki ríkisskuldabréfa, en vaxtagreiðslan nam um þremur milljörðum króna. Eigendur bréfanna gátu leyst greiðslurnar út í erlendum gjaldmiðlum á markaði þar sem vaxtagreiðslur eru undanþegnar höftum samkvæmt reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK