Spá skjótum bata í efnahagslífinu

Full ástæða er til að ætla að hagkerfið hér á landi geti verið nokkuð fljótt að jafna sig eftir þann skell sem á því lenti á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum höfunda ritsins Vöxtur og verðmæti, sem unnið var fyrir Samtök iðnaðarins og kynnt var á Iðnþingi samtakanna fyrr í þessum mánuði.

Fram kemur í riti Samtaka iðnaðarins að sögulega séð hafi niðursveiflur verið talsvert dýpri og lengri en spár gera ráð fyrir að sú sem nú stendur yfir muni verða. Er komist að þessari niðurstöðu í ritinu með því að skoða hagsveiflur hér á landi frá árinu 1940 til 2013, samanber meðfylgjandi teikningu. Stuðst er við hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir komandi ár auk þess sem framkvæmdir eru ákveðnir reikningar sem miða að því að greina á milli skammtímasveiflna í hagkerfinu og svonefndrar langtímaleitni þess.

„Vissulega eru erfiðir tímar framundan og verulegur samdráttur í þjóðarbúskapnum,“ segir í riti Samtaka iðnaðarins. „En við erum hins vegar ekki að beygja svo langt frá markaðri leið og miklu minna en tölur um samdrátt gefa til kynna. Ástæðan fyrir því liggur fyrst og fremst í því að síðustu ár hefur efnahagslegur styrkur þjóðarinnar vaxið og atvinnuvegir orðið fjölbreyttari. Hagkerfi sem stendur á fleiri stoðum getur miklu betur tekist á við vandamál en áður.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK