Marel lækkar um tæp 7%

Hollendingurinn Theo Hoen hefur tekið við stjórn Marel.
Hollendingurinn Theo Hoen hefur tekið við stjórn Marel. mbl.is/rax

Marel hefur lækkað um tæp 7% í Kauphöll Íslands fyrir hádegi. Alls var veltan með bréf Marel í morgun 61,5 milljónir króna í 15 viðskiptum. Nánast engin viðskipti hafa verið með önnur félög.

Samtals hefur veltan í Kauphöllinni í morgun verið 64 milljónir króna. Tvenn viðskipti voru með bréf í Færeyjarbankanum, að andvirði 121 milljón króna, og sitt hvor viðskiptin með bréf í Össuri og Bakkavör.

Veltan með skuldabréf fyrir hádegi nam 2 milljörðum króna. Voru fjárfestar að kaupa verðtryggð íbúðabréf, sem hækkuðu. Óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK