Væntingar neytenda aukast

Væntingar neytenda hafa heldur betur glæðst í marsmánuði ef marka má væntingavísitölu Capacent, sem var birt í morgun. Hefur vísitalan hækkað um 55%  frá fyrri mánuði og er í 37,8 stig sem er hæsta gildi sem hún hefur náð frá bankahruninu í október.

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka, að vísitalan sé engu að síður enn mjög lág og er til að mynda 57% lægri en hún var fyrir ári og 75% lægri en hún var árið 2007 þegar hún var sem hæst.

Neytendur telja að núverandi ástand sé enn mjög slæmt og verra nú en það var fyrir mánuði  en væntingar til næstu 6 mánaða hafa hinsvegar batnað umtalsvert og hækkar sú vísitala um 23% frá fyrri mánuði.

Neytendur eru einnig bjartsýnni nú en fyrir mánuði síðan varðandi mat sitt á atvinnuástandi og efnahagslífinu almennt þótt þessar vísitölur séu enn mjög lágar í samanburði við síðustu misseri.  

Greining Íslandsbanka segir, að  haldi gengi krónunnar enn áfram að lækka, eins og það hefur gert að undanförnu, gæti það haft áhrif á næstu mælingu vísitölunnar enda sé ljóst að áframhaldandi veiking krónunnar sé hættumerki fyrir bata efnahagslífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK