Nýja Kaupþing hafði betur

Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson. Kristinn Ingvarsson

MP Banki er hættur við kaup á útibúaneti SPRON, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í kvöld. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP, segir að Kaupþing hafi unnið orrustuna um SPRON.

Margeir sagði að MP Banki hafi opnað sinn eigin netbanka undir sínum merkjum. Þeir treysti sér ekki til að bíða lengur eftir samþykki fyrir sölu á útibúaneti SPRON. „Við getum gert þetta allt saman sjálfir og sparað okkur kaupverðið,“ sagði Margeir. Sem kunnugt er bauð MP Banki 800 milljónir króna fyrir útibú SPRON.

Margeir sagði ennfremur við Stöð 2 að Nýja Kaupþingi hafi tekist að tefja málið og því haft betur í orrustunni um SPRON. Hins vegar sé MP Banki staðráðinn í að koma inn á viðskiptabankaþjónustu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK