Óvissa ríkir um skuldabréf

Landic Property, sem fékk greiðslustöðvun samþykkta í gær, gaf út skuldabréf fyrir um 30 milljarða króna. Skuldabréf frá Landic voru meðal annars keypt inn í verðbréfasjóði bankana og af lífeyrissjóðum. Heimildir Morgunblaðsins herma að eigendur þeirra reikni ekki með miklum endurheimtum.

 Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic, segir að ekki sé hægt á þessari stundu að segja til um hvað eigendur skuldabréfa frá félaginu muni bera úr býtum. „Við munum vinna þetta í samráði við helstu eigendur skuldabréfa og síðan mun þetta koma í ljós þegar við leggjum fram okkar tillögur að endurskipulagningu.“

Stoðum/FL Group, sem var stærsti einstaki eigandi Landic, var veitt heimild til að leita nauðasamninga í byrjun apríl. Félagið er einnig einn af stærstu kröfuhöfum Landic. Að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, talsmanns Stoða/FL Group, var fullt tillit tekið til stöðu Landic í mati á eignum félagsins. „Í matinu sem við kynntum fyrir kröfuhöfum Stoða/FL Group, og við byggðum okkar nauðasamningsumleitanir á, var búið að meta allt hlutafé okkar í Landic og lánveitingar okkar til félagsins af mikilli varkárni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK