Dýrari símtöl í farsímum

Kristján Möller
Kristján Möller mbl.is/Kristinn

Síminn breytti í mars tímamælingum við gjaldfærslu símtala í farsímum og Vodafone mun breyta sínum tímamælingum í maí. Póst- og fjarskiptastofnun gerir þessar breytingar að umfjöllunarefni í tilkynningu, sem stofnunin sendi frá sér í dag, þar sem vakin er athygli á áhrifum mismunandi aðferða við tímamælingu á gjaldfærslu símtala.

„Þegar símtal hefst er fyrst tekið upphafsgjald. Þá um leið er einnig gjaldfært fyrir lágmarkslengd. Þegar lágmarkslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lágmarkslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarkslengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lágmarkslengd 60 sekúndur og 10 sekúndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þessum 10,“ segir í tilkynningunni.

Síminn og Vodafone breyta nú mælingum sínum úr 60/10 í 60/60, en samkvæmt því er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu, að því er segir í tilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK