Fiat staðfestir áhuga á yfirtöku á Opel

Fiat/Opel
Fiat/Opel ARND WIEGMANN

Forsvarsmenn ítalska bílaframleiðandans Fiat hafa í fyrsta skipti staðfest áhuga sinn á að taka yfir þýska bílaframleiðandann Opel sem er í eigu General Motors. Stjórnarformaður Fiat, Luca Cordero di Montezemolo, sagði í dag að yfirtaka á Opel væri gott tækifæri sem erfitt væri að sleppa.Fiat er þegar í viðræðum um að kaupa bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, sem er kominn í greiðslustöðvun. GM á í gríðarlegum rekstrarerfiðleikum og hefur fengið frest til þess að endurskipaleggja reksturinn til 1. júní. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við fyrirtækinu.

Á vef BBC kemur fram að Opel þurfi á 3,3 milljörðum evra að halda til þess að komast í gegnum efnahagskreppuna. Þýsk stjórnvöld hafa hins vegar hvatt fyrirtækið til þess að finna fjárfesti sem reiðubúinn til að leggja fyrirtækinu lið. Þau ætli sér ekki að veita fyrirtækinu ríkisstuðning nema að litlu leyti. 

Montezemolo segir í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag að sameinað fyrirtæki, Fiat og Opel yrði mjög sterkt.

ARND WIEGMANN
JOHANNES EISELE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK