Vangaveltur um sölu á New York Times

Skrifstofur New York Times á Manhattan-eyju.
Skrifstofur New York Times á Manhattan-eyju. Reuters

Bandaríski kaupsýslumaðurinn David Geffen hefur óskað eftir því að kaupa tæplega 20% hlut í bandaríska útgáfufélaginu The New York Times Co. sem er í eigu fjárfestingasjóðsins Harbinger Capital Partners. Tilboði Geffen, sem er annar stofnenda kvikmyndafyrirtækisins Dreamwork, var hafnað ef marka má frétt Financial Times og Fortune tímaritsins.

Samkvæmt FT vildi Geffen greiða 200 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutinn en sjóðurinn, sem keypti hlutinn árið 2007 á 500 milljónir dala, vildi fá meira fyrir hlut sinn.

Stjórnarformaður Times Co. og útgefandi, Arthur Sulzberger, hefur ítrekað sagt að hann hafi ekki hug á að selja New York Times og samkvæmt FT þykir mjög ólíklegt að Geffen reyni óvinveitta yfirtöku. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Geffen sýnir áhuga á að eignast fjölmiðla en fyrir þremur árum reyndi hann að eignast LA Times. Sagði hann þá að ástæðan væri sú að hann vildi auka umfjöllun blaðsins um menningu og listir.

 Samkvæmt Fortune  á Scott Galloway, sem situr í stjórn Times fyrir hönd Harbinger, að hafa haft samband við Larry Page, sem stofnaði Google ásamt Sergey Brin, um hvort Google hefði áhuga á að eignast Times Co. Samkvæmt heimildum Fortune var þetta skoðað gaumgæfilega af Google áður en félagið ákvað að gera ekki tilboð.

Hlutabréf Times Co., sem á auk New York Times, Boston Globe, International Herald Tribune og fleiri dagblöð, hafa lækkað um 65% á einu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK