Mótormax hélt útsölu en fór svo í þrot

Magnús Kristinsson.
Magnús Kristinsson. mbl.is/RAX

Mótormax ehf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og búið er að skipa skiptastjóra yfir þrotabú félagsins. Verslun Mótormax verður í kjölfarið lögð niður og rekstri félagsins hætt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu allt að tuttugu manns missa vinnuna.

Mótormax ehf. var í eigu Magnúsar Kristinssonar, sem á einnig Toyota á Íslandi. Félagið rak stórverslun í Reykjavík sem seldi meðal annars fjórhjól, götuhjól, sæþotur, hjólhýsi, húsbíla, fellihýsi, hraðbáta og annan mótorsportvarning. Risaútsala var hjá versluninni um liðna helgi undir nafninu „Miklihvellur.“ Þar var allt að 70 prósent afsláttur veittur á vörum. thordur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK