Gera má ráð fyrir hærra olíuverði

Olíuvinnslustöð í Texas.
Olíuvinnslustöð í Texas. Reuters

Verð á Brent-norðursjávarolíu hefur hækkað um 3,06% á núvirðismarkaði það sem af er degi. Verð á olíu til afhendingar samstundis er hins vegar aðeins lægra en verð á olíu til afhendingar eftir þrjá mánuði og bendir það til þess að markaðsaðilar geri ráð fyrir því að olíuverð eigi enn eftir að hækka.

Á núvirðismarkaði kostar fatið af Brent-olíu 56,86 dali, en fat til afhendingar eftir þrjá mánuði kostar hins vegar 57,54 dali, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg.

Munurinn er því ekki mikill og þá verður að horfa til þess að verð á olíu til afhendingar eftir þrjá mánuði hefur hækkað um 2,79% í dag. Hefur verð á olíu á þessum tveimur afhendingartímum því nálgast aðeins í dag. Bendir það til þess að þótt markaðir spái því enn að olía eigi eftir að hækka meira á næstu þremur mánuðum, geri þeir ekki ráð fyrir neinum gríðarlegum verðhækkunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK