Davíð vakti athygli lögreglu á Kaupþingsviðskiptum

Davíð Oddsson í Kastljósviðtalinu í febrúar.
Davíð Oddsson í Kastljósviðtalinu í febrúar.

Fram kom í Kastljósviðtali við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra í febrúar, að hann hefði skrifað bréf til efnahagsbrotalögreglu ríkislögreglustjóra í desember sem urðu til þess að sjeik í Katar og hundruð milljarða tilfærslur á peningum komu upp á yfirborðið.

Áður hafði komið fram að umrætt bréf hafi verið nafnlaus ábending til lögreglunnar. Davíð sagði í viðtalinu, að upplýsingarnar hefðu að vísu borist sér nafnlausar en bréfið hefði hann skrifað lögreglunni 2. desember. Þetta hefði valdið breytingum í skilanefndum Kaupþings og víðar.

Fram kom í viðtali mbl.is við Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, á þessum tíma að efnahagsbrotadeildin hefði sent málið til Fjármálaeftirlitsins til rannsóknar.  Fjármálaeftirlitið sendi málið til embættis sérstaks saksóknara í mars og í þessari viku voru gerðar húsleitir á 12 stöðum vegna rannsóknar á málinu.

Um er að ræða rannsókn á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf. á 5,01% hlut í Kaupþingi banka í september í fyrra.  Félagið Q Iceland Finance er í eigu Ólafs Ólafssonar og sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani í Katar. 

Kaupþing veitti Ólafi, sem á þeim tíma var annar stærsti hluthafi bankans, lán fyrir helmingi kaupverðsins í gegnum félag hans sem skráð er á Jómfrúreyjum, tryggt með veði í bréfunum sjálfum og án persónulegrar ábyrgðar hans sjálfs.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við mbl.is í gær að grunur leiki á að umrædd viðskipti hafi verið til þess fallin að veita rangar og villandi upplýsingar til markaðarins um stöðu Kaupþings, en undir ákvæði um markaðsmisnotkun falla m.a. sýndarviðskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK