Veltir vöngum yfir Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Kristinn

Pistlahöfundur Telegraph, Jonathan Russel, undrast hvers vegna Jón Ásgeir Jóhannesson, láti ekki fara minna fyrir sér en það hefði verið eðlilegt í ljósi hruns viðskiptaveldis hans nýverið. Russel skrifar um nýtt fyrirtæki Jóns Ásgeirs sem fyrst hét Foldtown og var til húsa að Chalton stræti í Lundúnum. Síðan hafi nafni þess verið breytt í Tecamol og heimilisfangið Baker stræti. En nú heiti fyrirtækið JMS Partners og er til húsa við Oxford stræti. Allt þetta hafi gerst á örfáum mánuðum. 

Russel segist vera meira en til í að hringja í Jón Ásgeir og spyrja hann um hvað sé í gangi en hann óttist það gæti reynst þrautin þyngri að hafa upp á honum. Í pistlinum fer hann yfir sögu fyrirtækja sem tengjast Jóni Ásgeiri, Baug, 365 miðla, FL Group/Stoðir og Teymi. Russel segir öll þessi fyrirtæki vera komin í þrot og Jóni Ásgeiri veiti ekki af smá velgengi og fjármunum.

Pistill Russels í Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK