Segir boðaða breytingu ólögmæta

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. mbl.is/Sverrir

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að boðuð breyting á skipun stjórnar sjóðsins sé „bull“ og að hún sé ólögmæt í þokkabót.

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, ætlar að beita sér fyrir breytingu á skipun stjórnar lífeyrissjóðsins á ársfundi sjóðsins í kvöld á Grand Hóteli. Núverandi stjórn lífeyrissjóðsins, undir forystu Gunnars Páls Pálssonar, var tilnefnd árið 2007 og á því að sitja a.m.k eitt ár í viðbót. „Samkvæmt samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er stjórn sjóðsins tilnefnd til þriggja ára. Ársfundur sjóðsins hefur ekkert með skipun stjórnar lífeyrissjóðsins að gera,“ segir Víglundur.

Samkvæmt 5. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skal stjórn sjóðsins skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir tilnefndir af þeim samtökum atvinnurekenda, sem að sjóðnum standa þannig: Félag íslenskra stórkaupmanna - FÍS tilnefna einn, Kaupmannasamtök Íslands tilnefna einn, Samtök iðnaðarins tilnefna einn að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins og Samtök atvinnulífsins tilnefna einn að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands. Jafnmargir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.

Víglundur segir að ef nýr formaður VR er „jafn illa að sér í samþykktum sjóðsins og raun ber vitni“ sé ástæða til að hafa áhyggjur ef hann ætlar að beita sér fyrir breytingum á lífeyrissjóðnum.

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er í kvöld á Grand Hóteli og hefst hann kl. 18:15.

Boða breytingu á stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK