General Motors bjargað frá gjaldþroti

Reuters

Óvissa ríkir um framtíð nokkur þúsund starfa í Evrópu eftir að bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) fékk í dag gjaldþrotavernd fyrir gjaldþrotadómstól í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina síðar í dag og útskýra málið nánar en í björgunaraðgerðum bandaríska fjármálaráðuneytisins vegna fyrirtækisins mun m.a. vera gert ráð fyrir að einungis hagkvæmustu verksmiðjur og deildir fyrirtækisins verði starfræktar áfram. 

Samkvæmt heimildum fjölmiðla þar í landi samþykkti um helmingur lánadrottna félagsins björgunaráætlun ráðuneytisins í gær en hún gerir ráð fyrir því að þeir eignist 25% hlut í fyrirtækinu í stað skulda sinna.

Með gjaldþrotaverndinni (greiðslustöðvuninni) er komið í veg fyrir þriðja stærsta gjaldþrot Bandaríkjanna en kröfuhafarnir höfðu verið varaðir við því að ef þeir höfnuðu tilboðinu gætu þeir alfarið tapað kröfum sínum.

Á meðal þeirra sem studdu aðgerðina voru stórir fjárfestar sem áttu um það bil fimmtung af útistandandi skuldabréfum General Motors, sem nema í heildina 27,2 milljörðum dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK