Bil krónugengis eykst á ný

Bil milli gengis krónu innanlands og á svonefndum aflandsmarkaði hefur aukist síðustu daga. Á sama tíma og króna hefur styrkst um 3,4% gagnvart evru á innlendum millibankamarkaði undanfarna viku hefur hún veikst um 4,7% á aflandsmarkaði.

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka, og vitnað í gjaldeyriskerfi Reuters, að evran kosti nú rúmar 172 krónur á fyrrnefnda markaðinum en 215 krónur á þeim síðarnefnda.

Íslandsbanki segir líklegt, að þróunin endurspegli þá skoðun, bæði hérlendis og erlendis, að hert hafi verið á gjaldeyrishöftunum og að lengra sé í að þeim verði aflétt en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK