Óbreyttir vextir Evrópubankans

Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Reuters

Evrópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, eða 1,0%, á fundi sínum í dag. Þetta er í samræmi við spár flestra sérfræðinga. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sagði á fréttamannafundi í Frankfurt að vextirnir væru viðeigandi við núverandi aðstæður.

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað einnig að halda sínum stýrivöxtum óbreyttum í dag, en þeir eru 0,5%.

Peningastefnunefnd evrópska seðlabankans, sem í eiga sæti 22 manns, hefur verið skipt í afstöðunni til þess hvort bankinn eigi að fylgja seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þeim aðgerðum sem þessir bankar hafa gripið til. Stefna þessara banka hefur verið sú að halda vöxtum eins nálægt núlli og mögulegt er, en þeir hafa jafnframt lagt mikið fjármagn inn í fjármálamarkaðinn. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gagnrýndi evrópska seðlabankann í fyrradag harkalega fyrir að fylgja þessari stefnu, nokkuð sem þýskur kanslari hefur ekki verið þekktur fyrir að gera.

Hagfræðingur hjá franska bankanum Societe Generale, James Nixon að nafni, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að evrópski seðlabankinn muni ekki að öllum líkindum ekki lækkan stýrivexti sína frekar en orðið er. Hins vegar sé ljóst að að hans mati þurfi frekari aðgerðir að koma til í þeim tilgangi að örva efnahagslífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK