Félag Straums eignast West Ham

CB Holding hefur yfirtekið West Ham.
CB Holding hefur yfirtekið West Ham. EDDIE KEOGH

 CB Holding ehf., sem er í meirihlutaeigu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, hefur tekið yfir eignarhaldsfélagið WH Holding Ltd. og dótturfyrirtæki þess, þar með talið breska úrvalsdeildarknattspyrnufélagið West Ham. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Straumi.

Í tilkynningunni segir: „Í ljósi þess góða árangurs sem forstjóri og yfirþjálfari félagsins hafa náð á nýliðinni leiktíð mun CB Holding styðja núverandi framkvæmdarstjórn til áframhaldandi starfa. Það er því ekki ætlun CB Holding að gera breytingar á framkvæmdarstjórn né breyta núverandi stefnu félagsins.

Með hliðsjón af breyttu eignarhaldi hafa formaður og varaformaður stjórnar látið af störfum og hefur Andrew Bernhardt, framkvæmdastjóri hjá Straumi, verið skipaður stjórnarformaður West Ham.“

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, var stjórnarformaður West Ham og Ásgeir Friðgeirsson varaformaður.

Eignarhaldsfélagið Hansa, í eigu Björgólfs var stærsti eigandi West Ham með 75% hlut. Straumur var hins vegar stærsti kröfuhafi Hansa.

Hansa hefur verið í greiðslustöðvun, sem á að renna út í dag.

Björgólfur keypti West Ham í gegnum Hansa fyrir 85 milljónir punda á árinu 2006, ásamt Eggerti Magnússyni, fyrrverandi forseta Knatspyrnusambands Íslands, auk þess sem yfirteknar voru skuldir upp á 22 milljónir punda. Eftir fall bankanna í októbermánuði síðastliðnum var West Ham sett í frjálsa sölu, en ekkert gekk.

Skuldir Hansa í desembermánuði síðastliðnum námu um 38 milljörðum króna.

Stærsti einstaki kröfuhafi Hansa er Straumur, sem var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í marsmánuði síðastliðinum vegna lausafjárerfiðleika. Hansa skuldaði bankanum þá um 14 milljarða króna. Íslenska ríkið hafði þá ábyrgst innstæður í Straumi fyrir um 60 milljarða króna og á því töluvert undir því að fá kröfur á borð þá sem bankinn á í bú Hansa greiddar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK