Olíuverð yfir 71 dal

Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New …
Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu fór yfir 71 dal í viðskiptum í Asíu í morgun og hefur ekki verið hærra í átta mánuði. Er þetta rakið til þess að gengi Bandaríkjadals hefur lækkað og einnig eru vísbendingar um að hagkerfi heimsins sé byrjað að hjarna við. 

Verð á olíu sem afhent verður í júlí á markaði í New York, hækkaði um 1,09 dali tunnan og var 71,10 dalir. Síðast var olíuverð 71 dalur í október en þá hafði verðið hríðlækkað frá því í júlí þegar það komst í 147 dali. 

Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði í morgun um 89 sent tunnan á markaði í Lundúnum og er 70,51 dalur.  

Sérfræðingar segja, að miðlarar telji nú að það versta sé yfirstaðið í bandaríska hagkerfinu, stærsta orkukaupanda heims. Þá hefur gengi Bandaríkjadals einnig lækkað gagnvart evru og jeni og það hefur áhrif á verðið.  

Það virtist ekki hafa áhrif á verðþróunina, að bandaríska orkustofnunin spáði því í gær, að eftirspurn eftir olíu í heiminum öllum myndi dragast saman um 2% á þessu ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK