Utanlandsferðum fækkar um 42%

mbl.is/Baldur

Íslendingar ferðuðust 42% minna í maí síðastliðinum, samanborið við sama mánuð fyrir ári síðan. Fjöldinn ferðlanga nam 22.500 í síðasta mánuði, samkvæmt tölum um brottfarir úr Leifsstöð.

Greiningardeild Íslandsbanka segir að ferðalögum Íslendinga til útlanda hafi fækkað samfellt undanfarna tólf mánuði en mjög herti á samdrættinum í kjölfar bankahrunsins og falls krónunnar síðastliðið haust.

„Ekki er óeðlilegt að ferðalög til útlanda dragist saman þegar skóinn kreppir, enda meðal hagsveiflutengdustu útgjalda heimilanna. Þá er raungengi krónunnar nú nálægt sögulegu lágmarki sem segir þá sögu að kaupmáttur Íslendinga í útlöndum hefur sjaldan verið minni en nú sem hvetur síst til ferðalaga,“ segir greiningardeildin.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK