Er verra að vera verktaki?

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is

Þó meirihluti vinnandi fólks á Íslandi sé í hefðbundinni launavinnu er alltaf þónokkur fjöldi sem fær greitt fyrir vinnu sína sem verktakar og þá ýmist að verktakavinnan er aðalvinna viðkomandi eða um minni verkefni að ræða sem unnin eru til viðbótar við föst störf.

Að sögn Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra BHM, getur það haft bæði kosti og galla í för með sér að vinna sem verktaki: „Algengasta vandamálið er þegar launþegar eru gerðir að „gerviverktökum“ eins og það er kallað: vinna áfram sömu störf en ekki lengur sem starfsmenn verkkaupa heldur sem verktakar,“ segir Stefán. „Þá er oft í boði hærri greiðsla fyrir sömu vinnu t.d. vegna tryggingagjalds og lífeyrisgreiðslna sem vinnuveitandi hefði greitt áður en bætast nú við launatöluna. Hins vegar gleymist stundum að gera ráð fyrir ýmsum öðrum réttindum og greiðslum sem verktakinn þarf svo að standa skil á.“

Stefán nefnir sem dæmi að bæta þurfi í kringum 7% við launatöluna, hið minnsta, til að jafna þann veikindarétt sem almennir launþegar eiga. Þá þarf að gera ráð fyrir mótframlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð og greiðslum eins og t.d. desemberuppbót.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK