Aflaverðmæti eykst milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 en 22,8 milljörðum á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára.

Að sögn Hagstofunnar var aflaverðmæti botnfisks í lok mars orðið 20,9 milljarðar á árinu, en það er aukning um 16,5% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam tæpum 18 milljörðum.

Verðmæti þorskafla var um 11 milljarðar og jókst um 13,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam rúmum 4 milljörðum og dróst saman um 4,3% milli ára. Verðmæti karfaaflans nam rúmum 3 milljörðum, sem er rúm 85% aukning frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2008, og verðmæti ufsaaflans dróst saman um 12,8% milli ára eða í tæpan 1,1 milljarð.

Verðmæti flatfiskafla nam rúmum 1,7 milljörðum króna í janúar til mars 2009, en það er 90,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla dróst hins vegar saman um 17,1% milli ára og nam 3,2 milljörðum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 11,4 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins og jókst um 19,5% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 6,1% milli ára og var um 4 milljarðar króna. Aflaverðmæti sjófrystingar var 6,4 milljarðar en var 6,2 milljarða árið áður. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 3,2 milljörðum, en það samsvarar 23,2% aukningu miðað við tímabilið janúar til mars 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK