Sænskir bankar ógna Lettlandi

Útibú sænska bankans Swedbank í Riga.
Útibú sænska bankans Swedbank í Riga. INTS KALNINS

Sænskir bankar, sem eru stærstu lánveitendur Eystrasaltslandanna, gætu verið að stofna í hættu björgunaraðgerðum í Lettlandi, með því að láta útibúin í landinu ekki fá fé til útlána, samkvæmt vinnuskjali frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Bloomberg greinir frá.

Merki er um að dótturfélög sænskra banka séu að endurgreiða móðurfélögum lán, sem skapar verulegt útflæði á evrum, samkvæmt vinnuskjalinu.

Björgunaraðgerðum í Lettlandi er stefnt í hættu, ef evrur eru þurrkaðar úr landinu, segir í skjalinu.

Sænskir bankar þurfa að auka útlán í Lettlandi, svo landið geti unnið sig úr efnahagskrísunni, að því er fram kemur í fréttinni.

Talsmaður sænska bankans SEB, næststærsta lánveitenda Eystrasaltslandanna,  þykir vinnuskjalið hljóma eins og eintómar getgátur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK