Hráolíuverð við 60 dali

Frá NYMEX markaðnum í New York
Frá NYMEX markaðnum í New York Reuters

Verð á hráolíu hækkaði lítillega skömmu fyrir lokun á NYMEX markaðnum í New York í kvöld en fyrr í dag hafði tunnan farið niður fyrir 60 Bandaríkjadali. Lokaverð á hráolíu til afhendingar í ágúst hækkaði um 27 sent og er 60,41 dalur tunnan. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 67 sent og er 61,10 dalir tunnan.

Verðið á hráolíunni fór lægst í 59,25 dali í dag og er þetta í fyrsta skipti síðan 26. maí sem tunnan fer niður fyrir 60 dali. Hefur tunnan lækkað um 13 dali frá því í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK