Tókst að afstýra heimskreppu

Paul Krugman á ráðstefnu í Malasíu í morgun.
Paul Krugman á ráðstefnu í Malasíu í morgun. Reuters

Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman segir að tekist hafi að afstýra heimskreppu á borð við kreppuna miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hins vegar muni það taka hagkerfi heimsins að minnsta kosti tvö ár að komast í samt lag eftir fjármálakreppuna undanfarin misseri. 

Krugman sagði í ræðu á ráðstefnu í Kuala Lumpur í Malasíu í morgun, að fjármálakreppan hefði náð botninum en búast megi við að efnahagslíf um allan heim verði í hægagangi enn um sinn.  

„Hvernig munum við komast út? Ég held að tæknilega svarið við því sé: Guð einn veit. Það skortir sárlega fyrirmyndir," sagði Krugman sem er prófessor í hagfræði við Princetonháskóla í Bandaríkjunum. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði á síðasta ári.

Krugman sagði í ræðunni, að til þessa hafi efnahagsbati einkennst af því, að þau lönd, sem orðið hefðu fyrir barðinu á samdrætti ykju útflutning til landa sem hefðu mikinn afgang á utanríkisviðskiptum.

„En í þetta skipti verður ekki útflutningsdrifinn efnahagsbati nema við finnum aðra plánetu til að flytja vörur til. Þess vegna eigum við í miklum erfiðleikum.

Hann sagði að aðrar hugsanlegar lausnir, svo sem aukin einkaneysla, fjárfestingar í fyrirtækjarekstri og aukin fasteignasala virðist ekki eiga við um þessar mundir.  

„Okkur virðist hafa tekist að forðast Kreppuna miklu 2.0," sagði Krugman, en bætti við: „Ég held ekki að efnahagskerfið þurfi að minnsta kosti 2 ár til að ná sér og líklega lengri tíma." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK