Aðgerðir í stað karps

Margrét Kristmannsdóttir er formaður SVÞ
Margrét Kristmannsdóttir er formaður SVÞ

Samtök verslunar og þjónustun, SVÞ, eru þeirrar skoðunar að engin önnu leið hafi verið fær fyrir Alþingi en að leiða Icesave málið til lykta, eins og gert var í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir að stjórnmálamenn verði nú að snúa sé að öðrum mikilvægum málum.

Í tilkynningunni segir: „Nú er nýlokið atkvæðagreiðslu á Alþingi þar sem Icesave málið var samþykkt. Þó að enginn sé ánægður með niðurstöðu þess máls né málið í heild sinni, er það skoðun SVÞ að engin önnur leið væri fær en að leiða málið til lykta í sátt við alþjóðasamfélagið. Icesave málið hefur haldið flestum öðrum mikilvægum málum í gíslingu mánuðum saman og tafið það uppbyggingarstarf sem nauðsynlegt er til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Þeir mánuðir sem liðið hafa í þessu ástandi og munu líða hafa reynst og munu reynast þjóðfélaginu ekki síður dýrir.


Það er skýr krafa SVÞ að stjórnmálamenn snúi sér nú af krafti að því verkefni að skapa íslenskum fyrirtækjum þau starfsskilyrði að þau fái þrifist og geti í á ný skapað verðmæti og veitt fólki atvinnu. Nú þurfa hendur að standa fram úr ermum – aðgerðir að koma í stað stjórnmálakarps.

Íslensk fyrirtæki bíða í startholunum að geta hafið sóknarleik á ný,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK