VBS tapar 4,3 milljörðum

Tap á rekstri VBS Fjárfestingarbanka nam á fyrstu sex mánuðum ársins 4,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var 880 milljóna króna tap á rekstri bankans.

Miklu munar um að hrein vaxtagjöld námu á tímabilinu 1,4 milljörðum, en hreinar vaxtatekjur í fyrra námu um 330 milljónum króna. Þá nemur virðisrýrnun útlána og annarra eigna 5,2 milljörðum króna, en á fyrra nam rýrnunin 1,1 milljarði.

Þá vekur athygli að í reikningi fyrirtækisins er að finna 2,2 milljarða króna tekjufærslu, sem m.a. er sagður hagnaður sem myndast hafi í skuldauppgjörum við lánadrottna bankans.

Handbært fé nemur sextán milljónum króna en var í ársbyrjun 194 milljónir. Eigið fé er 4,7 milljarðar króna en var 8,9 milljarðar í ársbyrjun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK