Kreppan örugglega ekki sú síðasta segir Greenspan

Alan Greenspan
Alan Greenspan Reuters

Fleiri fjármálakreppur eiga eftir að ríða yfir í framtíðinni en þær verða öðruvísi, segir Alan Greenspan, fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna í viðtali við BBC. Greenspan segir í viðtalinu að hann hafi átt von á hruninu um nokkurn tíma enda eðlileg afleiðing langs hagsældarskeiðs.

BBC birtir hluta viðtalsins við Greenspan á vef sínum en það verður birt í heild á BBC2 annað kvöld.

Greenspan efast ekki um að efnahagskerfi heimsins komist í gegnum þessa kreppu líkt og aðrar en fjármálakreppur séu hver með sínu sniði. Það sem þær eigi sameiginlegt er mannlegt eðli sem aldrei breytist, að telja að hagsældin muni haldast um ókomna tíð.

Hann segir að það sem hafi ruggað bátnum nú voru viðskipti með áhættusöm húsnæðislán (e. sub-prime mortgages). Fasteignalán sem voru veitt fólki sem hafði einhvern tíma lent á vanskilaskrá. En hann bætir við að það hafi í raun hvað sem er getað komið hruninu af stað. „Ef það hefði ekki verið vandamál með þessar eitruðu skuldir þá hefði fyrr en síðar eitthvað annað komið upp," segir Greenspan.

Viðtalið við Greenspan á BBC
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK