Um 14 þúsund gætu misst vinnuna

Serbar bíða eftir láni AGS.
Serbar bíða eftir láni AGS. Bogdan Cristel

Stjórnvöld í Serbíu gætu þurft að fækka opinberum starfsmönnum í landinu um fimmtung til að verða við kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um lánafyrirgreiðslu frá sjóðnum. Það hefði í för með sér að um 14 þúsund opinberir starfsmenn í landinu myndu missa vinnuna, en þeir eru um 70 þúsund talsins.

AGS frestaði fyrir nokkru afgreiðslu á öðrum hluta af þriggja milljarða evra láni sjóðsins til Serbíu vegna krafna um frekari niðurskurð í útgjöldum hins opinbera en nú þegar hafa verið ákveðin. Atvinnuleysi er mikið í landinu, eða um 18%, og hafa verkalýðsfélög hótað hörðum aðgerðum ef gripið verður til aðgerða sem leiða til þess að það aukist enn frekar, að því er fram kemur í frétt BBC-fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK