Grænn Trabant í Frankfurt

Bílaframleiðendur, sem sýna bíla sína á bílasýningunni í Frankfurt, segja að vísbendingar séu um að eftirspurn eftir bílum sé að aukast á ný. Ýmsir bílar á sýningunni vekja athygli, þar á meðal græn nútímaútgáfa af þýska bílnum Trabant.

Í gamla Trabantnum, sem framleiddur var í Austur-Þýskalandi, var lengi vel tvígengisvél sem brenndi blöndu af olíu og bensínu og því fylgdi bílunum mengunarský hvar sem þeir fóru. Nýja útgáfan, sem framleiðendurnir vonast til að komi í almenna sölu 2012, er hins vegar með rafmótor, ætlaðan fyrir borgarumferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK