Háar skuldir tískuveldis

Sautján er meðal verslana NTC
Sautján er meðal verslana NTC mbl.is/Árni Sæberg

Svava Johansen, eigandi verslunarfyrirtækisins NTC, segir reksturinn hafa gengið vel á síðasta ári. Skuldir félagsins hafi eðlilega aukist við fall krónunnar eins og hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Hins vegar geti reksturinn staðið undir afborgunum og verið sé að semja við Landsbankann um fjármögnun og greiðsluþol NTC. Hún sé ekki að fara í neitt kennitöluflakk.

NTC, sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar, Evu og Retro, skuldaði um síðustu áramót milljarð króna í erlendri mynt, mest í jenum og svissneskum frönkum, samkvæmt ársskýrslu. Þar kemur jafnframt fram að félagið þarf að greiða 489 milljónir króna í afborganir af langtímaskuldum á þessu ári og 624 milljónir á því næsta.

Samkvæmt upplýsingum frá NTC getur félagið staðið undir þessum greiðslum með því að draga á lánalínu sem er endurnýjuð á sex mánaða fresti. Svava segir sjálf að ekki þurfi að greiða svo háa upphæð á þessu ári. Hún leggur áherslu á að reksturinn skili hagnaði og unnið sé að fjármögnun fyrirtækisins í samstarfi við Landsbankann án þess að nokkur kostnaður lendi á öðrum.

Tap á rekstri NTC árið 2008 nam 434 milljónum króna. Eigið fé, sem var jákvætt um 215 milljónir í árslok 2007, var neikvætt um 319 milljónir um síðustu áramót.

Meginskýringin á taprekstrinum liggur ekki í sjálfum rekstrinum heldur hafa fjármagnsgjöld hækkað gríðarlega milli ára vegna falls krónunnar. Nema fjármagnsgjöld um 705 milljónum króna 2008 en voru 58 milljónir 2007. Sjálfur reksturinn skilar 164 milljónum fyrir fjármagnsgjöld.

„NTC á ekki í neinum erfiðleikum með reksturinn og hann stendur undir sér. Það eru öll fyrirtæki í dag að berjast í þessu árferði,“ segir Björn K. Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC.


Svava Johansen eigandi NTC
Svava Johansen eigandi NTC mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK